Aftur á forsíðu

Starfsfólk

 • einar@fastlog.is

  Einar Hannesson

  Einar hefur gegnt trúnaðarstörfum innanlands sem erlendis. Hann hafði umsjón með fjarskiptamálum sem lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu árin 1998 – 2002. Árið 2002 varð hann erindreki Íslands gagnvart Evrópusambandinu á sviði fjarskipta, samgöngu og ferðamála. Árið 2003 lauk Einar þjónustu sinni í þágu íslenska ríkisins og varð lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel þar sem hann hafði umsjón með innleiðingu EES-löggjafar á sviði persónuverndar, fjarskipta-, póst-, sjónvarps- og upplýsingasamfélagsþjónustu auk tilskipunar um rafræn viðskipti í Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Ábyrgð hans færðist yfir á svið samgöngulöggjafar að undanskildum flugmálum í þessum löndum árið 2005. Árið 2013 flutti Einar aftur heim til Íslands. 

   

  Einar varð cand.jur árið 1998 en hefur síðar aflað sér framhaldsmenntunar í hagfræði og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar við Harvard háskóla árið 2003 og í breskum sjó- og viðskiptarétti við Lloyd´s Maritime Academy 2008 og við London Metropolitan University 2011-2013. Einar varð héraðsdómslögmaður árið 2000 og er löggiltur leigumiðlari og fasteignasali. 

  hdl. lgf. llm.

  7818113